1. Forsíða
  2. Opið hús og örkynningar 16. maí

Opið hús og örkynningar 16. maí

Menntamálastofnun verður með opið hús og örkynningar miðvikudaginn 16. maí kl. 14:30-16:30. 

Boðið verður upp á örkynningar á yngsta og miðstigi í dönsku, íslensku, stærðfræði, tónmennt og læsisverkefnum Menntamálastofnunar. Einnig verður til sýnis nýjasta námsefni stofnunarinnar. 

Kaffiveitingar verða í boði. Skráning á örkynningar hér.

Örkynningar kl. 15.00 - 15.30: 

Danska
Tak og Bordbombe – nýtt námsefni í dönsku. Farið verður yfir markmið og uppbyggingu námsefnisins og hvaða möguleika það býður upp á.
Umsjón: Harpa Pálmadóttir, ritstjóri.

Kynning á námsefni í íslensku á yngsta stigi – Hvernig kveikjum við neistann?
Stuttlega verður fjallað um uppbyggingu nýlegra bóka, val á efni, samsetningu og aðferðir sem notaðar eru til að kveikja áhuga nemenda á textanum. Nýtt og nýlegt efni verður kynnt til sögunnar sem og eldra efni í nýrri útgáfu. Nýjar bækur í bókaflokkunum Milli himins og jarðar, Sestu og lestu og Listin að lesa og skrifa, ásamt endurbættum vinnubókum í þeim flokki. Farið verður í uppbyggingu Lesrúnar 2 og námsefni sem er í vinnslu verður einnig lauslega kynnt. Að lokum verður farið í gegnum veftorgið Íslenska á yngsta stigi, til að auðvelda kennurum leit að efni og fá yfirsýn yfir það sem til er. 
Umsjón: Elín Lilja Jónasdóttir, ritstjóri. 

Læsisverkefni Menntamálastofnunar
Sagt verður frá helstu verkefnum vetrarins og því sem er á döfinni á komandi ári. Jafnframt verður farið stuttlega yfir mikilvægi sumarlestrar fyrir unga lesendur. 
Umsjón: Guðbjörg Rut Þórisdóttir, sérfræðingur

Stærðfræði og bókmenntir – yngsta stig
Menntamálastofnun er nú að leggja lokahönd á lestrarbækur sem allar fjalla um stærðfræðileg viðfangsefni. Söguþráðurinn er skemmtilegur, myndskreytingarnar fallegar og umræðuefnin fjölmörg.
Lestrarbækurnar nýtast kennurum til innlagnar og umræðu og nemendum í stærðfræði- og lestrarnámi. Lestrarbækurnar verða til sýnis og kennsluhugmyndir ræddar.
Umsjón: Auður Bára Ólafsdóttir, ritstjóri.

Fyrsti smellur – íslenska á miðstigi
Fyrsti smellur er fyrsta hefti af þremur í lesskilningi fyrir miðstig. Höfundar eru þeir sömu og skrifuðu Orðspor 1-3. Á kynningunni rýnum við í uppbyggingu og innihald bókarinnar og vinnum saman nokkur verkefni úr henni.
Umsjón: Arna Guðríður Sigurðardóttir og Sigríður Wöhler, ritstjórar.

Tónlist og tónlist/ Dægurspor
Kynntur verður nýr flokkur í tónmennt fyrir yngsta stig. Komnar eru út þrjár bækur af átta: Tónlist og Afríka, Tónlist og umhverfið og Tónlist og líkaminn. Í þessu námsefni er m.a. unnið með grunnþætti tónlistar. Því fylgir kennaraefni og hlustunarefni. Nýverið kom út bókin Dægurspor fyrir mið- og unglingastig. Hún er systurbók Hljóðspora og fjallar um sögu dægurtónlistar Vesturlanda. Efnið skarast við samfélagsfræði og fjallað er um tónlist hinna ýmsu tímaskeiða allt frá 19. öld. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar, hlustunarefni og verkefni á vef þar sem tónlistin er greind og unnið með hana frá ýmsum sjónarhornum.
Umsjón: Pétur Hafþór Jónsson, tónmenntakennari og námsefnishöfundur.

 

skrifað 15. MAí. 2018.