1. Forsíða
  2. Opnað fyrir lesfimipróf í dag

Opnað fyrir lesfimipróf í dag

Í dag föstudaginn 1. september var opnað fyrir lesfimiprófin fyrir 1.- 10. bekk  og verða þau opin til og með 30. september.

Lesfimiprófin eru gott hjálpartæki til að meta lesfærni barna og veita kennurum stuðning. Þetta er staðlað mælitæki og valfrjáls möguleiki sem getur eflt skólastarf. Þau eru fyrst og fremst hugsuð sem verkfæri fyrir viðkomandi skóla og kennara til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.

Aðgengi að prófunum er rafrænt; þau eru vistuð í Skólagátt og geta kennarar nálgast þau þar til útprentunar. Eins og verið hefur fer skráning og úrvinnsla niðurstaðna fram í gegnum Skólagátt. Strax eftir að kennari hefur lokið fyrirlögn og innslætti getur hann nálgast niðurstöður prófanna í exel-skjali. Þannig er hægt að sjá frammistöðu nemenda í lesfimi og bera saman við lesfimiviðmið Menntamálastofnunar.

Þetta er annað skólaárið sem lesfimiprófin eru lögð fyrir nemendur en síðastliðið skólaár tóku 93% skóla þátt. Nú hefur verið hannað viðmót sem einfaldar skráningarferlið og hvetjum við alla skóla til að skrá nemendur inn í Skólagáttina og leggja prófin fyrir. Niðurstöður prófanna gera skólum og sveitarfélögum kleift að leggja mat á árangur og auðvelda endurskoðun markmiða í kjölfarið.

Athugið að fyrirlagnartímabilið er frá 1. til 30. september.

Leiðbeiningar um Skólagátt og Lesferil má nálgast hér en fyrirspurnir má einnig senda á [email protected]

skrifað 01. SEP. 2017.