1. Forsíða
  2. Opnun lesfimiprófa Lesferils

Opnun lesfimiprófa Lesferils

Þann 1. janúar 2018 verður opnað fyrir lesfimiprófin fyrir 1.-10. bekk og verða þau opin til og með 31. janúar.

Athygli er vakin á að nú er hægt að nálgast matsramma fyrir lestrarlag með lesfimiprófgögnunum. Þennan ramma er gott að nota með lesfimiprófunum en einnig er tilvalið að nota hann oftar og senda hann heim með nemendum líka svo foreldrar sjá hverju stefnt er að. Matsrammanum fylgja leiðbeiningar fyrir kennara, nemendur og foreldra. Matsrammann er einnig hægt að prenta út af vef Menntamálastofnunar.

Aðgengi að prófunum er rafrænt; þau eru vistuð í Skólagátt og geta kennarar nálgast þau þar til útprentunar. Skráning og úrvinnsla niðurstaðna fer einnig fram í gegnum Skólagátt.

Hægt verður að nálgast niðurstöður prófanna á mælaborði strax eftir að fyrirlögn og innslætti er lokið. Þannig er hægt að sjá framfarir og frammistöðu nemenda í lesfimi miðað við lesfimiviðmið Menntamálastofnunar. Þar er einnig hægt að sjá hvert meðaltal lesinna orða er í hverjum árgangi á landsvísu.

Lesfimiprófið er staðlað mælitæki og valfrjáls möguleiki en mælt er með notkun þess til að efla skólastarf. Prófin eru fyrst og fremst hugsuð sem verkfæri fyrir viðkomandi skóla og kennara til að  koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Niðurstöður prófanna gera skólum og sveitarfélögum kleift að leggja mat á árangur og auðvelda endurskoðun markmiða í kjölfarið.

Athugið að fyrirlagnatímabilið endar 31. janúar.

Stuðningsprófin verða ekki opin til fyrirlagnar né úrvinnslu að þessu sinni.

Leiðbeiningar um Skólagátt má nálgast hér og bendum við sérstaklega á leiðbeiningar með mælaborðinu en fyrirspurnir má einnig senda á [email protected]     

skrifað 18. DES. 2017.