1. Forsíða
  2. Opnun Skólagáttar skólaárið 2018-2019

Opnun Skólagáttar skólaárið 2018-2019

Opnun Skólagáttar skólaárið 2018-2019

Skólagátt hefur nú verið opnuð á ný eftir uppfærslu.  Nú er hægt að uppfæra skráningar á bekkjum og kennurum  samkvæmt forskrift síðasta árs.  Varðandi 1. bekk þá þarf að setja hann inn í Skólagátt á þennan hátt.  

Skólastjórnendur þurfa að skrá nemendur og kennara í bekki. Ljúka þarf þeirri skráningu fyrir 31. ágúst.

Einnig er unnt að skrá stuðningsúrræði og undanþágur vegna samræmdra könnunarprófa fyrir 4. og 7. bekk. Frestur til að skrá inn beiðnir um undanþágur og stuðningsúrræði er til 12. september.

Skráningar á stuðningsúrræðum og undanþágum í 9. bekk frá því í vor gilda áfram í endurfyrirlögn prófanna í september.

Bent er á ýmsar leiðbeiningar um Skólagátt á heimasíðu Menntamálastofnunar.

skrifað 09. áGú. 2018.