1. Forsíða
  2. Orðaforðalisti

Orðaforðalisti

Gefinn hefur verið út Orðaforðalisti sem er verkfæri fyrir leikskólakennara og foreldra til að efla orðaforða barna.

Orðaforðalistinn inniheldur hugtök sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu. Vinsamlega athugið að listinn er ekki matstæki, skimun eða próf. 

Orðaforðalistinn er rafrænn og opinn öllum auk þess sem hægt er að prenta hann út. Þá má afrita hvern orðflokk fyrir sig til að vinna með. 

Fyrirhugað er að hægt verði að prenta út myndir sem fylgja Orðaforðalistanum og hugmyndabanki verði settur upp þar sem notendur geta sent inn hugmyndir og miðlað til annarra. 

Útbúið hefur verið kynningarmyndband þar sem Orðaforðalistinn er kynntur nánar og möguleikar hans. 

skrifað 31. MAí. 2017.