1. Forsíða
  2. Örnámskeið - þematengt námsefni í myndmennt

Örnámskeið - þematengt námsefni í myndmennt

Menntamálastofnun, í samstarfi við Listaháskóla Íslands og FÍMK býður upp á örnámskeið miðvikudaginn 9. maí kl. 17-19. Á námskeiðinu verður kynnt þematengt námsefni sem Ásthildur Jónsdóttir og Ingimar Waage eru höfundar að.

Námsefnið er unnið út frá hugmyndafræði fyrirbærafræðilegrar nálgunar (e. phenomenon based learning) sem finnska aðalnámskráin byggir á. Þemu sem kynnt verða eru staðir, tími og vatn. Námsefnið byggir á fagmiðaðri nálgun þar sem áhersla er lögð á samtímalist, gagnrýna nálgun og samræður.

Örnámskeiðið hefst á stuttum fyrirlestri og svo verður farið í gegnum nokkur verkefni sem verða í námsefninu. Með því móti geta þátttakendur upplifað sjálfir gildi verkefnanna.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91. Hámarksfjöldi 32.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á Hörpu Pálmadóttur ritstjóra í myndmennt hjá Menntamálastofnun; [email protected], í síðasta lagi fyrir hádegi 8.maí.

 

skrifað 07. MAí. 2018.