1. Forsíða
  2. Óskað er eftir áhugasömum við gerð matsviðmiða

Óskað er eftir áhugasömum við gerð matsviðmiða

Menntamálastofnun óskar eftir áhugasömum kennurum og öðrum sérfræðingum til að taka þátt í samstarfi við gerð matsviðmiða fyrir 4. og 7. bekk.

Matsviðmið verða samin í eftirfarandi námssviðum:

  • Samfélagsgreinar
  • Náttúrugreinar
  • Skólaíþróttir

Vinnan fer fram á sérstökum fundum í húsnæði Menntamálastofnunar og krefst nokkurs undirbúnings. Vinnan fer einnig í gegnum fjarfundi, tölvupósta og samfélagsmiðla.

Mikilvægt að viðkomandi aðili hafi áhuga á að semja matsviðmið og hafi reynslu af kennslu í viðkomandi námsgrein. Kostur ef viðkomandi getur átt samtal um verkefnið og framvindu þess við aðila skólasamfélagsins. Þá þarf viðkomandi að þekkja aðalnámskrá grunnskóla vel.

Greitt er fyrir fundarsetu. Komið verður til móts við þá sem koma langt að varðandi ferðakostnað.

Áhugasamir eru beðnir um að senda stutta umsókn til Skúla Péturssonar ([email protected]), sérfræðings á Menntamálastofnun fyrir 23. nóvember.

Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs

Skúli Pétursson sérfræðingur

skrifað 19. NóV. 2018.