1. Forsíða
  2. Prufuskólinn settur á laggirnar

Prufuskólinn settur á laggirnar

Ákveðið hefur verið búa til gerviskóla í Skólagátt sem skólaskrifstofur og fræðsluyfirvöld geta farið inn á. Ástæðan er sú að þessir aðilar koma í mörgum tilfellum að ráðgjöf og aðstoða jafnvel við fyrirlagnir prófa í grunnskólum en hafa ekki aðgang að Skólagátt. Skólinn hefur fengið nafnið Prufuskólinn og skólastjóri hans er Rósa Einarsdóttir, starfsmaður Menntamálastofnunar. Þar verða engin persónuleg gögn og engir alvöru nemendur. Þeir starfsmenn skólaskrifstofa sem óska eftir að fá aðganga að Skólagátt eru beðnir um að senda skólastjóranum nafn og kennitölu á netfangið [email protected] og óska eftir kennaraaðgangi að Prufuskólanum. 

skrifað 16. SEP. 2016.