1. Forsíða
  2. Ráðgjöf í læsi í leik- og grunnskólum

Ráðgjöf í læsi í leik- og grunnskólum

Menntamálastofnun veitir sveitarfélögum og skólum stuðning, fræðslu og ráðgjöf er varðar læsi í leik- og grunnskólum landsins.

Læsisverkefnið er hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis um umbætur í menntamálum og Þjóðarsáttmála um læsi.

Ráðgjöfinni er ætlað að styðja kennara, foreldra, skólastjórnendur og sveitarstjórnir um allt land við eflingu læsis barna á aldrinum 2ja -16 ára.

Áherslur skólaársins 2017-18 verða m.a. á eflingu málþroska, íslensku sem annað tungumál, fræðslu fyrir foreldra og að rýna í töluleg gögn og nýta þau til umbóta með gerð aðgerðaáætlana varðandi læsi. 

Þau sveitarfélög og skólayfirvöld sem óska eftir ráðgjöf, kynningu og fræðslu fyrir skólaárið 2017-18 og/eða samstarfi, geta sent beiðni inn á heimasíðu læsisverkefnis fyrir 30. apríl 2017.

skrifað 06. APR. 2017.