1. Forsíða
  2. Ráðherra afhent ný lesfimiviðmið Menntamálastofnunar

Ráðherra afhent ný lesfimiviðmið Menntamálastofnunar

Menntamálastofnun hefur gefið út lesfimiviðmið fyrir 1. - 10. bekk grunnskóla. Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs, afhenti Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra viðmiðin í Flataskóla í dag.

Ráðherra sagði við tilefnið: „Maður er aldrei búinn að læra að lesa. Maður er að læra að lesa allt sitt líf.“ 

Viðmið um læsi barna eru verkfæri fyrir nemendur, kennara og foreldra til að fylgjast með framförum, styðja við læsi og auka þannig líkurnar á því að sem flestir geti aflað sér menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. 

Markmiðið með setningu lesfimiviðmiða, ásamt væntanlegum viðmiðum um lesskilning og ritun, er að stuðla að bættu læsi barna og ungmenna í íslensku skólakerfi.
 

skrifað 16. NóV. 2016.