1. Forsíða
  2. Ráðherra heimsótti Menntamálastofnun

Ráðherra heimsótti Menntamálastofnun

 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir kom í sína fyrstu heimsókn sem mennta- og menningarmálaráðherra til Menntamálastofnunar í dag.

Lilja kynnti sér starfsemi stofnunarinnar og ræddi við starfsfólk sem sinnir hinum ýmsu og fjölbreyttu verkefnum Menntamálastofnunar. Þar má nefna útgáfu námsefnis, PISA-fyrirlögn, ytra mat, læsisverkefnið, samræmd könnunarpróf og verkefni tengd framhaldsskólum.  

Einnig fékk ráðherra kynningu á undirbúningi og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 9. bekk en þau verða lögð aftur fyrir núna í vor og næsta haust.

     

     

skrifað 10. APR. 2018.