1. Forsíða
  2. Rafræn æfing hjá 3. bekk.

Rafræn æfing hjá 3. bekk.

Menntamálastofnun hélt æfingu í rafrænni próftöku í 3. bekk í öllum skólum landsins í gær. Það er skemmst frá því að segja að æfingin gekk heilt yfir mjög vel og á tímabili voru að minnsta kosti 2000 nemendur inni í prófkerfinu á sama tíma. Í heildina þreyttu um 3000–3200 nemendur æfinguna. Nánari upplýsingar um fjölda munu liggja fyrir síðar.

Menntamálastofnun mun í kjölfarið senda út könnun til allra skóla til þess að geta metið af meiri nákvæmni hvernig fyrirlögnin gekk fyrir sig í skólunum, en dagurinn gaf svo sannarlega góð fyrirheit.
Stofnunin vill að lokum færa nemendum og kennurum sínar bestu þakkir fyrir þátttökuna og einnig þökkum við fyrir þær ábendingar sem borist hafa frá skólunum varðandi fyrirlögnina.

skrifað 27. MAí. 2016.