Menntamálastofnun var með forprófanir á rafrænum samræmdum könnunarprófum í 7. og 10. bekk í skólum víðs vegar um landið. Nokkur fjöldi skóla sótti um en því miður var einungis mögulegt að forprófa í hluta þeirra. Forprófanir hafa heilt yfir gengið mjög vel þótt vissulega hafi hnökra orðið vart í örfáum tilfellum.
Stofnunin hyggst einnig bjóða öllum skólum landsins að halda rafræna tilraun á fyrirlögn samræmdra könnunarprófa fyrir 3. bekk þann 26. maí næstkomandi. Tilraunin er gerð til að nemendur og kennarar fái tækifæri til þess að kynnast prófakerfinu, en auk þess er hún nytsamleg til að prófa álag á netkerfi og prófakerfið innanhúss hjá stofnuninni. Stofnunin hefur þegar sent nánari upplýsingar um tilraunina til tengiliða sinna hjá skólunum.