1. Forsíða
  2. Rafræn samræmd könnunarpróf - fyrsti áfangi

Rafræn samræmd könnunarpróf - fyrsti áfangi

Í september 2016 náðist merkur áfangi í sögu íslenskrar menntunar þegar allir grunnskólar landsins lögðu samræmd könnunarpróf fyrir 4. og 7. bekk á rafrænu formi í fyrsta sinn. Um var að ræða fyrsta skrefið í átt að rafvæðingu þessara prófa, sem að þessu sinni fólst í að færa hefðbundin, línuleg próf frá pappír yfir í rafrænt umhverfi.

Menntamálastofnun hefur tekið saman skýrsluna Rafræn samræmd könnunarpróf - fyrsti áfangi sem greinir frá undirbúningi og framkvæmd prófanna. Þar er einnig lagt mat á hvað gekk vel og hvað betur mætti fara þegar farið verður í annað skref þessarar þriggja ára áætlunar. 

 

skrifað 26. JúN. 2017.