1. Forsíða
  2. Rafræn umsýsla undanþágunefndar grunnskóla

Rafræn umsýsla undanþágunefndar grunnskóla

Menntamálastofnun hefur í samstarfi við Þjóðskrá Íslands tekið í notkun rafrænt umsóknaferli fyrir skólastjórnendur til að sækja um heimild til að lausráða starfsmenn sem ekki hafa leyfisbréf til kennslu. Þess má geta að stofnunin er fyrst opinberra stofnana sem tekur upp rafrænar umsóknir í gegnum leyfisveitingagátt Island.is.

Skólastjórar geta nú sótt um undanþágur í gegnum gáttina og hafa leiðbeiningar um ferlið verið sendar til skóla. Þess má geta að samstarfsaðili notenda í innleiðingarferli kerfisins var Ágúst Frímann Jakobsson skólastjóri Hörðuvallaskóla og honum eru færðar sérstakar þakkir fyrir samstarfið.

skrifað 22. MAí. 2019.