1. Forsíða
  2. Réttindanámskeið HLJÓM-2 á rafrænu formi

Réttindanámskeið HLJÓM-2 á rafrænu formi

Á haustmánuðum 2017 eignaðist Menntamálastofnun matstækið HLJÓM-2. Í kjölfarið urðu ýmsar breytingar eins og þær að allt sem viðkemur HLJÓM-2 er leikskólum að kostnaðarlausu, afgreiðsla gagna fer fram með rafrænum hætti og nú er verið að gera réttindanámskeiðin aðgengileg í rafrænu formi.

Í upptökunum á rafræna réttindanámskeiðinu eru eftirfarandi kaflar:

  1. Fræðilegur bakgrunnur.
  2. Rannsóknin að baki.
  3. Prófgögn og einstakir þættir.
  4. Almennar reglur um fyrirlögn.
  5. Nákvæmar reglur um fyrirlögn.
  6. Reglur um fyrirgjöf.
  7. Túlkun niðurstaðna.

Það er Menntamálastofnun mikilvægt að kennarar hafi jafnan aðgang að prófinu og öðlist með því góða færni og þekkingu á HLJÓM-2.

Fyrirspurnir má senda á [email protected]

skrifað 10. OKT. 2018.