1. Forsíða
  2. Réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Athygli er vakin á myndböndum sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið um réttindi fatlaðra barna og talsett á fjögur tungumál. Auk íslensku má horfa á myndböndin á spænsku, arabísku, pólsku og ensku.

Myndböndin urðu til með verkefni sem samtökin unnu með styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála og fól í sér mjög víðtækt samtal um málefni fatlaðra barna af erlendum uppruna og málþing sem haldið var á vormánuðum 2019.

Í ljós kom að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna eru oft ekki nógu vel upplýstir um réttindi barna sinna og geta því orðið af mjög mikilvægri þjónustu. Myndböndin eru hugsuð sem liður í því að auka aðgengi að upplýsingum.

Myndböndin er að finna á YouTube-síðu samtakanna.

skrifað 27. JAN. 2021.