Nú á haustdögum hafa ritstjórar námsefnis hjá Menntamálastofnun verið á ferð og flugi.
Í síðustu viku renndu þeir á Reykhóla, hittu kennara í Kennarasambandi Vestfjarða og kynntu námsefni í íslensku á yngsta og miðstigi. Einnig var farið á Neskaupsstað þar sem Skali var kynntur, nýtt námsefni í stærðfræði á unglingastigi. Á döfinni er að heimsækja Akranes og Suðurnes.
Á hverjum stað setja ritstjórar upp sýningu með nýju og nýlegu námsefni sem kennarar geta flett, skoðað og rætt um. Ritstjórar eru til skrafs og ráðagerða og hafa gagn og gaman af því að hitta fólk á vettvangi vítt og breitt um landið.
Móttökur eru ávallt góðar alls staðar þar sem komið er við. Það er von ritstjóranna að heimsóknirnar nýtist kennurum jafnvel og þeim.
Skólafólk er hvatt til að hafa samband og óska eftir heimsókn í þeirra skóla, spyrja ráða eða koma með ábendingar.
Kveðja frá ritstjórum,
Auður Bára | [email protected] |
Elín Lilja | [email protected] |
Harpa | [email protected] |
Ingólfur | [email protected] |
Sigríður Wöhler | [email protected] |
Skúli Pé | [email protected] |