1. Forsíða
  2. Ritunarþing 11. apríl

Ritunarþing 11. apríl

Hvernig er hægt að glæða áhuga nemenda á ritun? Hvaða áskorunum standa kennarar frammi fyrir í ritunarkennslu? Hvaða tækifæri felast í aukinni áherslu á ritun? Hvernig er mati á ritun háttað í grunnskólum? Vantar námsefni í ritun? Hvers konar námsefni ætti að vera í boði?

Þessar spurningar og fleiri verða lagðar til grundvallar á ritunarþingi sem haldið verður í Réttarholtsskóla miðvikudaginn 11. apríl, frá klukkan 15 til 16:30. 

Ritunarþinginu er ætlað að vekja athygli á ritun í grunnskólum, hvar við stöndum og hvert við stefnum. Í framhaldinu er ætlunin að vera með frekari viðburði eins og námskeið og fyrirlestra. Niðurstöðum úr stöðvavinnu þingsins verður safnað saman til að ákveða næstu skref. Þú getur því haft áhrif með því að mæta.

Skráning á viðburðinn er á Facebook-síðu Menntamálastofnunar.

skrifað 03. APR. 2018.