1. Forsíða
  2. Saman gegn matarsóun | Nýtt námsefni

Saman gegn matarsóun | Nýtt námsefni

Saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá ýmsum ólíkum sjónarhornum.

Bókin samanstendur af tíu fjölbreyttum verkefnum sem tengjast sín á milli en einnig er hægt að vinna stök verkefni. Verkefnin fjalla meðal annars um samfélagslegar, náttúrulegar og fjárhagslegar afleiðingar matarsóunar, af hverju nemendur ættu að láta sig málefnið varða og hvernig nemendur geta unnið saman gegn matarsóun.

Rafbókin samanstendur af verkefnabanka annars vegar og kennsluleiðbeiningum hins vegar. Verkefnin eru ætluð nemendum á unglingastigi en henta einnig miðstigi.

skrifað 22. SEP. 2020.