1. Forsíða
  2. Samkeppni ungs fólks - mannréttindi, friður og heimsmarkmið SÞ um sjálfbærni

Samkeppni ungs fólks - mannréttindi, friður og heimsmarkmið SÞ um sjálfbærni

Félag Sameinuðu þjóðanna fagnar 75 ára afmæli á árinu og efnir af því tilefni til samkeppni á meðal ungs fólks í 8. – 10. bekk í grunnskólum og í framhaldsskólum um mikilvægi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í tengslum við mannréttindi og frið í heiminum. Um ræðir endurvakningu á yfir 50 ára gamalli samkeppni sem síðast var haldin árið 1970!

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi ásamt Icelandair leitar eftir hugmyndum ungs fólks um það með hvaða hætti heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna stuðla að mannréttindum og friði í heiminum.

Tillögur á öllum tungumálum eru velkomnar. Hugmyndum má skila í mynd- og/eða ritmáli. Texti má vera vélritaður eða handskrifaður, lágmarks orðafjöldi er 200 orð. Verkið getur þannig t.d. verið skoðanagrein, pistill, örsaga, prósaljóð, myndaritgerð, myndskýrsla eða myndasaga.

Litið verður sérstaklega til þess að verkefnin endurspegli persónulega sýn þátttakenda.

Innsendingarform: PDF, JPEG eða PNG.

Öllum tillögum skal skila inn rafrænt á netfangið [email protected] ásamt upplýsingum um nafn, skóla, aldur, netfang og símanúmer. Skilafrestur er til og með 31. desember 2023.

*Tilkynnt verður um sigurvegara um miðjan janúar 2024.

Auglýsing Félags Sameinuðu þjóðanna um samkeppnina

 

skrifað 22. DES. 2023.