1. Forsíða
  2. Samkomulag um nýtingu orðabóka í námsefni

Samkomulag um nýtingu orðabóka í námsefni

Menntamálastofnun og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerðu með sér samkomulag á dögunum um nýtingu orðabóka í námsefni með það að markmiði að bæta aðgengi íslenskra barna og ungmenna að ritstýrðum orðabókum í gegnum rafrænt námsefni Menntamálastofnunar.

Orðabækurnar eru opnar öllum gjaldfrjálst á vefsíðu Árnastofnunar. Með samkomulaginu fær Menntamálastofnun heimild til að vísa í orðabækurnar eða fella inn í námsefni eftir því sem unnt er með tilkomu nýrrar íslenskugáttar.

Vonir standa til að með því að auðvelda nemendum og kennurum aðgang að orðabókum stofnunarinnar skapist m.a. aukin tækifæri til jöfnuðar milli nemenda með ólíkan orðaforða og tungumálabakgrunn. Jafnframt gefast tækifæri til eflingar almenns orðaforða barna og ungmenna sem er grunnur þekkingarsköpunar.

 

skrifað 12. JAN. 2024.