Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að samræmd könnunarpróf verði ekki lögð fyrir á skólaárinu sem er að líða. Starfshópur um framtíðarstefnu um samræmt námsmat lagði til að samræmd könnunarpróf yrðu felld niður í núverandi mynd og áhersla lögð á að þróa þess í stað safn matstækja og prófa til að fylgjast með námsframvindu nemenda og bæta nám þeirra og námsárangur.