1. Forsíða
  2. Samræmd könnunarpróf hefjast í næstu viku

Samræmd könnunarpróf hefjast í næstu viku

Endurfyrirlögn samræmdra könnunarprófa í íslensku og ensku í 9. bekk hefst mánudaginn 30. apríl en próftímabilið stendur yfir til 11. maí. Öllum nemendum býðst að þreyta könnunarpróf að nýju, hvort sem þeir náðu að ljúka prófum í mars eða ekki. Skólar gátu valið að hafa prófdaga í vor eða haust en alls verða 13 prófdagar.

Starfsfólk Menntamálastofnunar hefur undanfarnar vikur undirbúið endurfyrirlögn prófanna. Vandlega hefur verið farið yfir ferla og viðbragðsáætlanir endurbættar. Þjónustuaðilinn, Assessment Systems, hefur aukið við tölvubúnað og munu fulltrúar hans verða til staðar á Menntamálastofnun alla prófdagana. Fengnir hafa verið utanaðkomandi sérfræðingar til að fara yfir tæknilega þætti prófakerfisins og fylgjast með undirbúningi. Er það von Menntamálastofnunar og þjónustuaðila að þessar ráðstafanir verði til þess að fyrirlögn prófanna gangi sem best.

 

skrifað 27. APR. 2018.