Samræmd könnunarpróf í 9. og 10. bekk – kynningarfundir
Menntamálastofnun stendur fyrir kynningarfundum um samræmd könnunarpróf á rafrænu formi í 9. og 10. bekk vorið 2017. Fundirnir eru ætlaðir fræðslustjórum, skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki skóla sem kemur að framkvæmd prófanna. Kynnt verður væntanleg rafræn fyrirlögn á samræmdum könnunarprófum og þær breytingar sem verða gerðar á samræmdum könnunarprófum vorið 2017. Áætlað er að fundurinn taki klukkutíma og gefst tækifæri til fyrirspurna.
Dagsetning | tími | fundarstaður | bæjarfélag |
1. febrúar | 16:30 | Egilsstaðaskóli | Egilsstaðir |
2. febrúar | 15:00 | Laugalækjarskóli | Reykjavík |
3. febrúar | 15:00 | Brekkuskóli | Akureyri |
6. febrúar | 15:00 | Hólabrekkuskóli | Reykjavík |
7. febrúar | 15:00 | Grunnskóli Ísafjarðar | Ísafjörður |
8. febrúar | 15.15 | Kópavogsskóli | Kópavogur |
9. febrúar | 14:15 | Akurskóli | Reykjanesbær |
10. febrúar | 13:15 | Sunnulækjarskóli | Selfoss |
13. febrúar | 15:00 | Hjálmakletti | Borgarnes |
14. febrúar | 13:00 | Grunnskóli Vestmannaeyja | Vestmannaeyjar |
16. febrúar | 14:30 | Grunnskóli Grundarfjarðar | Grundarfjörður |
21. febrúar | 14:00 | Grunnskóli Ísafjarðar | Ísafjörður |
22. febrúar | 13:00 | Grunnskóli Vestmannaeyja | Vestmannaeyjar |
Allir fundir verða opnir þannig að fundargestir geta valið þann fundarstað sem hentar þeim.