1. Forsíða
  2. Samræmdum könnunarprófum í 9. bekk lokið

Samræmdum könnunarprófum í 9. bekk lokið

Samræmdum könnunarprófum í íslensku, stærðfræði og ensku í 9. bekk er lokið. Tæplega 4.000 nemendur þreyttu hvert próf.

Framkvæmd prófanna gekk vel og fáir hnökrar komu upp. Atvikin voru leyst í góðu samstarfi Menntamálastofnunar og umræddra skóla.

Menntamálastofnun þakkar kærlega fyrir samstarfið þessa þrjá daga sem prófin stóðu yfir.  

skrifað 15. MAR. 2019.