1. Forsíða
  2. Samstarf við Mosfellsbæ og Fjarðabyggð

Samstarf við Mosfellsbæ og Fjarðabyggð

Menntamálastofnun og Fjarðabyggð hafa undirritað samstarfssamning um vinnu að innleiðingu á verkefninu Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi.

Verkefnið er unnið í samræmi við þær áherslur sem settar voru fram í  Þjóðarsáttmála um læsi og byggir á þróunarverkefni Ásthildar B. Snorradóttur. Tilgangur verkefnisins er að auka þekkingu og hæfni starfsfólks leikskóla við að beita aðferðum snemmtækrar íhlutunar til að efla málþroska og læsi leikskólabarna.

Stofnunin hefur verið í samstarfi við Mosfellsbæ frá sl. hausti. Samstarf við Fjarðabyggð hófst 15. maí sl. með sameiginlegum fundi fulltrúa Menntamálastofnunar og tengiliða Skólaskrifstofu Austurlands og leikskólanna í Fjarðabyggð.

Nánar má sjá umfjöllun um samstarfið á heimasíðu Fjarðabyggðar.

skrifað 17. MAí. 2019.