1. Forsíða
  2. Samstarfssamningur um verkefnið Snemmbær stuðningur

Samstarfssamningur um verkefnið Snemmbær stuðningur

Menntamálastofnun og Vestmannaeyjabær skrifuðu í gær undir samstarfssamning um verkefnið Snemmbær stuðningur með áherslu á málþroska og læsi. Verkefnið byggir á þróunarverkefni Ásthildar Bj. Snorradóttur, talmeinafræðings, en um er að ræða þróunarverkefni í leikskólum sveitarfélagsins til eins árs. Leikskólar Vestmannaeyja eru þrír; Sóli, Kirkjugerði og Víkin.

Þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi í leikskólum byggir á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar, gagnreyndum aðferðum í málörvun og vinnu í lærdómssamfélagi. Meginmarkmið verkefnis er að efla málþroska leikskólabarna og draga þannig úr og jafnvel koma í veg fyrir námserfiðleika í framtíðinni.

Vestmannaeyjabær er fimmta sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu í samstarfi Ásthildar og Menntamálastofnunar. Mosfellsbær og Fjarðarbyggð riðu á vaðið og nú eru Ísafjarðarbær og Hvalfjarðarsveit þátttakendur ásamt Vestmannaeyjabæ.

Þau sveitarfélög sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefninu eru hvött til að hafa samband við Menntamálastofnun.

 

skrifað 23. áGú. 2022.