1. Forsíða
  2. Seinkun á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa

Seinkun á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa

Tafir hafa orðið á úrvinnslu niðurstaðna samræmdra könnunarprófa í 9. og 10. bekk sem haldin voru 7.-10. mars.

Vegna umfangs gagna hefur úrvinnsla tekið lengri tíma en áætlað var. Ljóst er að ekki verður unnt að afhenda skólum niðurstöður tímanlega fyrir páskafrí þannig að þeir geti birt nemendum einkunnir. Mikilvægt er að skólum verði gefið svigrúm til að kynna nemendum og foreldrum niðurstöðurnar. Því hefur verið ákveðið að senda skólum niðurstöður eftir páska þannig að þeir geti afhent nemendum einkunnir eftir páskafrí.

Menntamálastofnun biðst velvirðingar á þessum töfum.
 

skrifað 07. APR. 2017.