1. Forsíða
  2. Sérfræðingur í málefnum framhaldsskóla og framhaldsfræðslu

Sérfræðingur í málefnum framhaldsskóla og framhaldsfræðslu

Sérfræðingur í málefnum framhaldsskóla og framhaldsfræðslu

Menntamálastofnun stuðlar að framförum í þágu menntunar í samræmi við stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Stofnunin sinnir víðtæku hlutverki við mat á menntun, þróar og miðlar námsgögnun til nemenda og veitir margskonar þjónustu við menntakerfið.

Auglýst er laus til umsóknar staða sérfræðings í málefnum framhaldsskóla og framhaldsfræðslu. Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt samningum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. 

Í starfinu felst þátttaka í fjölbreyttum verkefnum á sviði framhaldsskólamála og framhaldsfræðslu. 

Helstu verkefni:
• þjónusta og ráðgjöf í málefnum framhaldsskóla, m.a. undirbúningur staðfestingar námsbrautalýsinga, starfsmenntamál og viðurkenning einkaskóla 
• þjónusta og ráðgjöf í málefnum framhaldsfræðsluaðila, m.a. viðurkenning framhaldsfræðsluaðila og vottun námskráa í framhaldsfræðslu
• þátttaka í evrópskum samstarfsverkefnum 
• þátttaka í tengdum verkefnum 

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af málefnum framhaldsskóla og framhaldsfræðslu skilyrði
• Þekking og reynsla af evrópskum samstarfsverkefnum æskileg 
• Þekking á verkefnastjórnun og færni í að vinna í teymum æskileg
• Færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli og öryggi í meðferð gagna
• Skipulögð vinnubrögð og góðir samskiptahæfileikar

Umsókn um starfið fylgi skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. 

Umsókn sendist á [email protected] merkt: Sérfræðingur, framhaldsskóli. Öllum umsóknum verður svarað.  

Nánari upplýsingar veitir Kolfinna Jóhannesdóttir teymisstjóri,  í síma 514-7500, netfang: [email protected]

Umsóknafrestur er til og með 5. febrúar 2018.

skrifað 23. JAN. 2018.