1. Forsíða
  2. Sérfræðingur í ritstjórn námsgagna

Sérfræðingur í ritstjórn námsgagna

Menntamálastofnun leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni með mikla þekkingu og áhuga á námsgögnum og námsgagnagerð.

Hlutverk sérfræðingsins er að vinna að gerð og miðlun námsefnis á grunnskólastigi.  Meðal verkefna er að skilgreina áherslur í námsefni í samráði við fagaðila, vinna með höfundum að gerð efnis og ritstýra efni til útgáfu.

Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af grunnskólastarfi.
  • Þekking og reynsla af ritstjórn og útgáfu æskileg.
  • Þekking á raungreinum og nýtingu stafrænnar tækni æskileg.
  • Framúrskarandi hæfni í íslensku og meðferð ritaðs máls.
  • ​Góð almenn tölvukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.

Starfið felur í sér mikil samskipti við aðila bæði innan og utan stofnunarinnar og starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sinna ýmsum þeim störfum sem kunna að þarfnast úrlausnar hjá stofnuninni.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsókn sendist á [email protected] merkt: Sérfræðingur í ritstjórn námsgagna. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erling R. Erlingsson, sviðsstjóri, í s. 514-7500, netfang: [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar 2019.

skrifað 23. JAN. 2019.