1. Forsíða
  2. Sjálfbærnivefurinn hefur verið opnaður

Sjálfbærnivefurinn hefur verið opnaður

Sjálfbærnivefurinn er nýtt heildstætt námsefni um sjálfbærni í samfélagslegum og náttúrufræðilegum skilningi.

Efnið miðar að því að fræða nemendur um sjálfbærni á hinum ýmsu sviðum samfélagsins og þar er meðal annars fjallað um jafnrétti, menningarlega fjölbreytni, loftslagsbreytingar og sjálfbærni í náttúrunni.

Námsefnið samanstendur af rafbók, myndböndum og greinargóðum verkefnabanka með 70 verkefnum en auk þess fylgir námsefninu gæðakannanir þar sem nemendur geta metið stöðu sína og síns nærumhverfis í fyrrnefndum flokkum. Efnið er hugsað fyrir nemendur á unglingastigi en getur þó nýst fleiri aldursstigum.

skrifað 06. SEP. 2023.