1. Forsíða
  2. Skemmtileg heimsókn í tilefni af degi leikskólans

Skemmtileg heimsókn í tilefni af degi leikskólans

Það voru börn full eftirvæntingar sem heimsóttu starfsfólk Menntamálastofnunar í dag en tilefnið var dagur leikskólans.

Börnin, sem eru í leikskólanum Sólhvörf í Kópavogi, sungu nokkur vel valin lög ásamt því að bjóða upp á sýningu á listaverkum sem þau höfðu unnið í leikskólanum. Á eftir gæddu allir sér á kleinum og safa.

Börnin voru einlæg og skemmtileg og öll framkoma þeirra var til fyrirmyndar. Heimsóknin gaf góða mynd af því metnaðarfulla og krefjandi starfi sem unnið er í Sólhvörfum og í leikskólum um land allt.

Starfsfólk Menntamálastofnunar þakkar þessum flottu börnum fyrir frábæra heimsókn.

Til hamingju með dag leikskólans!         

          

          

          

          

          

          

          

skrifað 06. FEB. 2019.