1. Forsíða
  2. Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016

Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016

Vakin er athygli á að rannsóknarskýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 hefur verið birt á vef félagsmálaráðuneytis. Á síðasta ári fól Velferðarvaktin Eddu öndvegissetri að gera rannsókn á lífskjörum og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 og sá Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur um verkið.

Velferðarvaktin var stofnuð að frumkvæði stjórnvalda snemma árs 2009 til að fylgjast með afleiðingum efnahagshrunsins á heimilin í landinu. Hún er óháður greiningar- og álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka og fylgir þeim eftir. Að velferðarvaktinni standa samtök, aðilar vinnumarkaðarins, ráðuneyti, ríkisstofnanir og sveitarfélögin og er Menntamálastofnun þar á meðal.

skrifað 28. FEB. 2019.