Undanfarin misseri hefur Menntamálastofnun gefið út bækurnar Smellur 1, 2 og 3 sem er lesskilningsefni fyrir miðstig og hafa bækurnar fengið góðar viðtökur hjá kennurum.
Nú hefur verið gert stutt kynningarmyndband þar sem farið er yfir helstu atriði bókanna og dregin fram atriði sem skipta máli við notkun þeirra í kennslu.