1. Forsíða
  2. „Snýst ekki um góð og vond börn“

„Snýst ekki um góð og vond börn“

Óásætt­an­legt er hversu mörg börn þurfa að skipta um skóla til að kom­ast út úr nei­kvæðu hegðun­ar­mynstri eins og einelti. All­ur gang­ur er á því hversu vandaðar og ár­ang­urs­rík­ar einelt­isáætlan­ir grunn­skól­anna eru. Umræðan um þessi mál er oft þannig að þeir sem sýna óæski­lega hegðun eru gerenda­vædd­ir í stað þess að þeir þurfi aðstoð við að leiðrétta hegðun sína. Þetta seg­ir Sig­ríður Lára Har­alds­dótt­ir, formaður Fagráðs einelt­is­mála í viðtali við mbl.is 27. október. 

Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf.

Viðtalið má lesa hér.

 

skrifað 28. OKT. 2019.