1. Forsíða
  2. Stærðfræðisarpurinn opnaður

Stærðfræðisarpurinn opnaður

Opnað hefur verið fyrir Stærðfræðisarpinn á vef Menntamálastofnunar. Stærðfræðisarpurinn er safn ýmiskonar efnis til útprentunar sem nýtist við stærðfræðikennslu.

Sarpurinn hefur meðal annars að geyma talnatöflur, verkefni sem tengjast tölum, tölur til útprentunar, tvívíð form og þrívíð form, punkta- og rúðunet, brotaskífur, ýmiskonar talnalínur, teningaspil og spil með spilum.

Það er von okkar að Stærðfræðisarpurinn eigi eftir að vaxa enn frekar og muni nýtast vel í kennslu og námi.  

 

 

skrifað 02. NóV. 2017.