1. Forsíða
  2. Starf í móttöku- og símsvörun

Starf í móttöku- og símsvörun

Laust til umsóknar móttöku- og símsvörunarstarf.

Laust er til umsóknar móttöku- og símsvörunarstarf hjá Menntamálastofnun. Um er að ræða 100% starf, unnið í dagvinnu.

Um er að ræða áhugavert starf sem felst aðallega í almennu móttökustarfi, símsvörun, umsýslu leyfisbréfa auk pöntunar og innkaupa á rekstrarvörum hjá Menntamálastofnun.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Góð almenn menntun sem nýtist í auglýstu starfi.
• Skipuleg og áreiðanleg vinnubrögð.
• Jákvæðni og frumkvæði.
• Góð og lipur samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.
• Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta.
• Góð almenn tölvukunnátta.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn um starfið skal senda á sk[email protected] merkt: Móttaka og símssvörun. Umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Helga Óskarsdóttir, sviðsstjóri, í síma 514-7500, netfang [email protected].

Umsóknafrestur er til og með 8. ágúst 2016.

skrifað 20. JúL. 2016.