1. Forsíða
  2. Starfsfólk leikskóla Mosfellsbæjar eflir sig í vinnu með mál og læsi barna

Starfsfólk leikskóla Mosfellsbæjar eflir sig í vinnu með mál og læsi barna

Líf og fjör var í Hlégarði Mosfellsbæ föstudaginn 18. janúar sl. þar sem fram fór námskeið í tengslum við samstarfsverkefnið Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi.

Um er að ræða samstarfsverkefni Mosfellsbæjar og Menntamálastofnunar sem gengur út á að auka þekkingu og hæfni starfsfólks leikskóla til að beita aðferðum snemmtækrar íhlutunar til að efla málþroska og læsi.

Allt starfsfólk leikskóla Mosfellsbæjar mætti á námskeiðið þar sem Ásthildur Bj. Snorradóttir verkefnisstjóri flutti fræðsluerindi.

Framundan er spennandi vinna þar sem starfsfólkið ígrundar starf sitt og eflist enn frekar í leik og starfi með börnunum. Afurðir verkefnisins munu m.a. verða handbók sem hver og einn leikskóli vinnur út frá sínum áherslum. Rammi af þeirri handbók verður síðan aðgengilegur öllum á vef Menntamálastofnunar.

          

          

skrifað 24. JAN. 2019.