1. Forsíða
  2. Starfsfólk óskast við PISA rannsóknina

Starfsfólk óskast við PISA rannsóknina

Menntamálastofnun leitar að starfsfólki við alþjóðlega menntarannsókn OECD sem nefnist PISA (Programme for International Student Assessment).

Um er að ræða fullt starf frá 5. mars til 15. júní (15 vikur) sem felst í fyrirlögn á prófi í 10. bekk grunnskóla og kóðun á opnum svörum nemenda. Starfið krefst öryggis í framkomu, reynslu af starfi með unglingum, góðrar tölvu- og enskukunnáttu, skipulags- og samstarfshæfileika.

Umsóknarfrestur er til 29. janúar. Hafið samband við Svanhildi í síma 514-7500 eða með tölvupósti á [email protected].

skrifað 15. JAN. 2018.