1. Forsíða
  2. Stefna ESB í leikskólamálum kynnt í opnu netstreymi

Stefna ESB í leikskólamálum kynnt í opnu netstreymi

Þriðjudaginn 17. september verður ný stefnumörkun Evrópusambandsins (ESB) í leikskólamálum kynnt í opnu vefstreymi sem hefst kl. 10:30 að íslenskum tíma. Meðal annars verður fjallað um ályktun ráðs ESB frá því í maí sl.

Ursula von der Leyen, sem senn mun taka við sem nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar, hefur nýlega lýst vilja sínum til að tryggja áherslum ályktunarinnar næga fjármögnun. Eins verður fjallað um nýútkomna Eurydice skýrslu um leikskólamál í Evrópu, sem vakið hefur mikla athygli.

Nánari upplýsingar um vefstreymið, efni þess og aðgang, er að finna hér á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB.

 

skrifað 13. SEP. 2019.