1. Forsíða
  2. Stöðumat fyrir nýkomna nemendur af erlendum uppruna

Stöðumat fyrir nýkomna nemendur af erlendum uppruna

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna, sem þýtt hefur verið úr sænsku, er nú aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar

Stöðumatið er matstæki sem skólar geta notað til að meta námsstöðu nemenda af erlendum uppruna sem eru nýkomnir til landsins og eiga annað móðurmál en íslensku. Markmiðið með Stöðumatinu er að auðvelda kennurum að byggja námsáætlanir nemendanna á bakgrunnsþekkingu og stöðu þeirra í námi. Einnig gefur Stöðumatið kennurum og öðrum sem koma að námi nemenda af erlendum uppruna gott tækifæri til að kynnast þeim, áhugamálum þeirra og styrkleikum.

Á vef Menntamálastofnunar má finna þá hluta stöðumatsins er snúa að læsi og talnaskilningi svo og kynningarmyndbönd um efnið. Enn er verið að vinna að þýðingu á stærðfræðihlutanum (stigi 3) og verið er að prufukeyra leikskólahlutann í þróunarskólum Árborgar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær halda utan um verkefnið og stýrihópur á þeirra vegum veitir upplýsingar um það.

Efnið er ætlað grunnskólum en einnig er hægt að nota á framhaldsskólastigi.

skrifað 18. JAN. 2021.