1. Forsíða
  2. Stopp ofbeldi!

Stopp ofbeldi!

Í júní 2020 var samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi um að auka þyrfti fræðslu og forvarnir um kynbundið ofbeldi og áreiti á öllum skólastigum, á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi. 

Menntamálastofnun fékk meðal annars það hlutverk að safna saman á einn stað efni sem gæti nýst skólum í þeirri forvarnarvinnu ásamt því að auka aðgengi að efni í þessum málaflokki.

Stopp ofbeldi! er safnvefur þar sem safnað hefur verið saman efni víða að og er það opið öllum sem vinna með börnum og ungmennum. 

Vonandi nýtist efnið í þessari mikilvægu forvarnarvinnu.

Ef þú veist um efni sem gæti átt heima á vefnum Stopp ofbeldi! er hægt að senda póst með upplýsingum  á [email protected]

 

skrifað 14. OKT. 2021.