1. Forsíða
  2. Stopp ofbeldi!

Stopp ofbeldi!

Stopp ofbeldi! er safnvefur þar sem safnað hefur verið saman efni víða að og er það opið öllum sem vinna með börnum og ungmennum. 

Þar má finna námsefni fyrir öll aldursstig um kynbundið ofbeldi og áreiti.  Einnig má þar finna efni fyrir starfsfólk skóla og forvarnarteymi grunnskóla.

Á vefnum er hægt að fá  upplýsingar um hvert hægt er að leita sér aðstoðar ef þú lendir í ofbeldi.

Ef þú veist um efni sem gæti átt heima á vefnum Stopp ofbeldi! er hægt að senda póst með upplýsingum á [email protected]

 

skrifað 19. APR. 2022.