1. Forsíða
  2. Stories sem hljóðbók

Stories sem hljóðbók

Nú hefur Stories verið gefin út sem hljóðbók en um er að ræða textabók með verkefnum í ensku fyrir unglingastig.

Megin markmiðið er að örva gagnrýna hugsun, dýpka orðaforða og lesskilning og hvetja nemendur til sjálfskoðunar um hlutverk sitt og mikilvægi hvers einstaklings í samfélaginu.

Bókin skiptist í fjóra hluta: Exciting adventures – historical and personal; Choices and dilemmas; Good work og Be the change.

Mismunandi þyngd og lengd texta innan hvers kafla getur nýst vel fyrir fjölbreytta hópa. Í lok hvers kafla eru verkefni fyrir nemendur til að rannsaka, dýpka skilninginn á umræðuefninu og auka orðaforða.

skrifað 23. SEP. 2021.