1. Forsíða
  2. Sumarlestur 2020 - Lestrarlandakort

Sumarlestur 2020 - Lestrarlandakort

Sumarlesturinn 2020 er í formi lestrarlandakorts og tilgangurinn þessu sinni er að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir bóka og auðvitað að hvetja þau til lestrar.

Lestrarlandakortin eru í tveimur útfærslum:  Ævintýralestrarlandakortið er hugsað fyrir yngri nemendur og Lestrarlandakortið fyrir eldri nemendur.

Á bakhlið landakortsins er hægt að skrifa niður þær bækur sem lesnar eru, taka mynd í lok sumars og senda á netfangið [email protected]. Þeir sem senda inn myndir fara í pott og eiga möguleika á að vera dregnir út og fá bókagjöf að launum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Með þessu vonumst við til að auka áhuga á lestri þar sem fjölbreytt lesefni er kynnt og leitin að lesefni sem höfðar til hvers og eins auðvelduð. Nemendur eru hvattir til að taka þátt og prófa sem flestar leiðir á landakortinu.

Lestrarlandakortin eru aðgengileg á Læsisvefnum og þar geta kennarar eða foreldrar prentað þau út. Þar er líka að finna kynningarbréf fyrir foreldra.

Prenta þarf kortin út í stærðinni A3 og velja raunstærð (e. actual size) og þannig er hægt að brjóta þau eins og landakort. Jafnframt hafa nokkur þúsund eintök verið prentuð og send til almenningsbókasafna svo þar má nálgast eintök.

Sumarlesturinn 2020 er unninn í samstarfi við Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Félag fagfólks á skólasöfnum, Félag íslenskra bókaútgefenda, Heimili og skóla og RÚV.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                   

skrifað 20. MAí. 2020.