1. Forsíða
  2. Sumarlestur 2021

Sumarlestur 2021

Í sumar er boðið upp á 500 mínútna sumarlestraráskorun fyrir hressa bókabéusa (lestrarhesta) sem vilja komast á vit ævintýranna með lestri fræðandi, skemmtilegra og spennandi bóka. Áskorunin er fólgin í því að lesa í 500 mínútur samanlagt áður en skólinn hefst aftur en auðvitað má lesa meira. Við mælum reyndar með því þar sem lestur gerir alla snjallari.

Áskoruninni fylgir skemmtilegt skráningarblað en þar má finna upplýsingar um fyrirkomulag, nokkrar góðar hugmyndir þegar áfanga er náð og svo aukaáskoranir fyrir alvöru bókabéusa. Loks eru þarna skilaboð til foreldra ýmist á íslensku, pólsku eða ensku. Skráningarblaðið og veggspjald/auglýsingu má finna á Læsisvef Menntamálastofnunar.

Samstarfsaðilar sumarlestrarins í ár eru KrakkaRÚV, Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna, Heimili og skóli, Félag fagfólks á skólasöfnum og Menntamálastofnun. Karl Jóhann Jónsson sá um teikningar og Blær Guðmundsdóttir setti þetta svona skemmtilega upp fyrir okkur.

Gleðilegt sumarlestraráskorunarsumar!

 

skrifað 17. MAí. 2021.