1. Forsíða
  2. Það felast töfrar í tölum - Fræðsluerindi

Það felast töfrar í tölum - Fræðsluerindi

Fræðsluerindið „Það felast töfrar í tölum“ vorið 2016

Í kjölfar tölulegra upplýsinga sem hafa þegar verið sendar til skólastjórnenda, verður fundað vítt og breitt um landið með fræðsluerindið „Það eru töfrar í tölum“ sem er erindi á vegum matssviðs Menntamálastofnunar. Erindið er fyrir fræðslustjóra, skólastjórnendur, deildarstjóra og þá sem eru í forsvari fyrir læsiskennslu í skólum landsins.

  • Tilgangur og meginmarkmið erindisins er að fræða um gagnsemi þess að rýnt sé í tölur með markvissum hætti, skólunum til heilla, kynna fyrirhuguð skimunartæki ásamt nýjum skýrslugrunni.
  • Fjallað verður um innleiðingu rafrænna prófa, tímasetningar og niðurstöður tækjakönnunar sem gerð var fyrir stuttu.

 

Dagskrá funda er hér að neðan en gert er ráð fyrir að erindi og fyrirspurnir rúmist innan fundartíma.


Dagskrá funda
Staður Dagsetning Tími Fundarstaður
Egilsstaðir 2. maí Kl: 14:30-16:00 Egilsstaðaskóli
Akranes 4. maí Kl: 11:00-12:30 Frístundamiðstöðin Þorpið, Þjóðbraut 13
Borgarnes 4. maí Kl: 14:30-16:00 Grunnskólinn í Borgarnesi
Árborg/Selfoss 9. maí Kl: 14:30-16:00 Sunnulækjarskóli Selfossi
Reykjavík 10. maí Kl: 14:30-16:00 Árbæjarskóli
Kópavogur 11. maí Kl: 14:30-16:00 Smáraskóli
Reykjavík 18. maí Kl: 14:30-16:00 Austurbæjarskóli
Akureyri 19. maí Kl: 14:30-16:00 Brekkuskóli
Hafnarfjörður 23. maí Kl: 14:30-16:00 Hraunvallaskóla
Reykjanesbær 24. maí Kl: 14:30-16:00 Íþróttaakademían Keflavík

Allir fundarstaðir verða opnir, þannig að hver og einn skólastjóri velur þann fundarstað sem hentar viðkomandi skóla.

Mikilvægt er að skólastjórnendur upplýsi kennara sem sjá um læsismál innan skólanna um fundartíma og fundarstað. Áætlað er að 5-7 aðilar ásamt skólastjórnendum sæki fundina. Þá er fyrirhugað að upptaka af kynningu verði aðgengileg á vefsvæði mms.is í lok maí.

Erindið verður einnig flutt fyrir fræðslustjóra og stjórnendur á skólaskrifstofum á vorfundi Grunns föstudaginn 20. maí. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir er varða erindið á [email protected] eða [email protected]

Með þökkum fyrir gott samstarf við skipulagningu kynningarfunda,

Gylfi Jón Gylfason,
sviðsstjóri matsviðs,
Menntamálastofnun.

skrifað 29. APR. 2016.