1. Forsíða
  2. Það felast töfrar í tölum - fræðsluerindi í Reykjavík

Það felast töfrar í tölum - fræðsluerindi í Reykjavík

Fræðsluerindi fyrir grunnskólakennara í Reykjavík haustið 2016

Erindið er á vegum matssviðs Menntamálastofnunar í samvinnu við Miðstöð máls og læsis. Erindið er fyrir deildarstjóra, kennara og þá sem eru í forsvari fyrir læsis- og íslenskukennslu í grunnskólum borgarinnar.

Tilgangur og meginmarkmið erindisins er að fræða um gagnsemi þess að rýnt sé í tölur með markvissum hætti, skólunum til heilla, kynna fyrirhuguð skimunartæki, fyrirlögn þeirra ásamt nýjum skýrslugrunni. Einnig verður kynning á íslensku námsefni sem Menntamálastofnun gefur út.

Dagskrá funda er hér að neðan en gert er ráð fyrir að erindi og fyrirspurnir rúmist innan fundartíma.

Dagsetning tími fundarstaðir
13. október Kl. 14:30 - 16:00 Klébergsskóli
19. október Kl. 14:30 - 16:00 Rimaskóli
27.október Kl. 14:30 - 16:00 Norðlingaskóli
3. nóvember Kl. 14:30 - 16:00 Hólabrekkuskóli
10. nóvember Kl. 14:30 - 16:00 Réttarholtsskóli
17. nóvember Kl. 14:30 - 16:00 Háteigsskóli
24. nóvember Kl. 14:30 - 16:00 Hagaskóli

Allir fundarstaðir verða opnir.  Þannig að hver og einn skólastjóri velur þann fundarstað sem hentar viðkomandi skóla og tilkynnir fjölda þátttakenda til stjórnanda í móttökuskóla.

Mikilvægt er að skólastjórnendur upplýsi kennara sem sjá um læsismál og eða íslenskukennslu innan skólanna um fundartíma og fundarstað.

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir er varða erindið á [email protected] eða [email protected]

Með þökkum fyrir gott samstarf við skipulagningu kynningarfunda.

skrifað 07. OKT. 2016.