1. Forsíða
  2. Þrjár nýjar rafbækur í sögu

Þrjár nýjar rafbækur í sögu

Í Lýðræði og tækni er fjallað um sögu 19. aldar. Sagt er frá stjórnarbyltingu Bandaríkjamanna og Frakka, iðnbyltingu, fólksfjölgu auk annarra sögulegra atburða. Rakið er hvernig Íslendingar tóku þátt í þessari þróun fram til stofnunar lýðveldis árið 1944.

Styrjaldir og kreppa spannar söguna frá því að Titanic sökk og til loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Fjallað er um heimsstyrjaldirnar tvær, um vöxt verkalýðshreyfingar, byltinguna í Rússlandi og þróun Sovétríkjanna, um velmegun, framfarir og lífsstíl á þriðja áratug aldarinnar, efnahagskreppu á hinum fjórða og valdatöku nasista í Þýskalandi.

Frelsi og velferð er framhald af bókinni Styrjaldi og kreppa og fjallar um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram á síðustu ár. Sagt er meðal annars frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, köldu stríði risaveldanna og átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna. 

 

 

 

 

skrifað 17. NóV. 2016.